ÆVIÁGRIP
Snorri Ásmundsson fæddist 1966 á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri frá unga aldri. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í þó nokkrum samsýningum hérlendis og erlendis auk þess hefur hann staðið að hinum ýmsu uppákomum (Happenings).

Snorri rak sýningarrýmið „The International Gallery of Snorri Ásmundsson“ í Listagilinu á Akureyri 1994 - 1997, en rekur nú ásamt 10. öðrum listamönnum galleríið "Kling og bang" við Laugaveg 23 í Reykjavík.

Snorri er forseti og riddari Akureyrar-akademíunnar og formaður stjórnmálaflokksins Vinstri hægri snú og var borgarstjóraefni flokksins í borgarstjórnarkosningunum 2002, en tapaði naumlega fyrir Ingibjörgu Sólrúnu sitjandi borgarstjóra. Snorri er einnig framkvæmdastjóri málningarþjónustunnar Santa Barbara. Hann var gerður að heiðursborgara á Akureyri árið 2000 og var gerður að heiðursborgara á Seyðisfirði í desember 2003. (Ekki er vitað til þess að nokkur íslendingur hafi áður hlotnast sá heiður að vera heiðursborgari í tveimur bæjarfélögum á Íslandi.)

Snorri hefur nú þegar tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands.


© Snorri Asmundsson
Kosningasjóður. Reikningsnr.: 303-26-77777 Kt: 131166-4199