30. mars 2004
Undirskriftasöfnun gengur vel.
Sjálfboðaliðum fjölgar og
það er ljóst að boðskapurinn hefur
farið víða þrátt fyrir þránd
í götu. Listarnir liggja víða eins
og t.d. á Gráa kettinum, Ölstofu Kormáks
og Skjaldar, Næsta Bar, Gallerí Kling og bang,
Nýlistasafninu og svo er hægt að prenta út
lista hér af heimasíðunni. Líkur
á sigri mínum í komandi kosningum fara
vaxandi með hverjum deginum og ég trúi að
kjósendur muni að lokum nota kosningarrétt
sinn vel.
Þegar á móti blæs klæðum
við okkur í stakkana og tökum til hendinni.
Á næstu dögum og vikum ætla ég
að heimsækja skóla og vinnustaði og fylgja
þar með undirskriftasöfnuninni eftir og til
að hitta landsmenn í eigin persónu.
Oft hefur verið haft orð á því
að mig vanti konu mér við hlið og vinkona
mín frú Dorrit forsetafrú er þar
á meðal. Ég er sammála þessum
röddum að einhverju leyti en það er líka
prýðilegt að vera einsamall því
maður sem gengur með guði er aldrei einn.
Fallegu konurnar eru líka aldrei langt undan.
Kosningasjóðurinn er ekki digur en
aflátsbréfasala hefur tekið kipp og það
virðist sem fólk sé að átta sig
á ágæti þeirra. Ég hef tröllatrú
á aflátsbréfunum og óska þess
innilega að synduga fólkið okkar geti gengið
um göturnar með reisn.
Kveðja Snorri Ásmundsson
|